Heimspekivefurinn » Blog Archive » posy Heimspeki úr glatkistunni: Konur og kvenréttindi 1876-1885
Heim Pistlar og ritgerðir Pistlar Ritdómar Ritgerðir Íslenskir heimspekingar Íslensk heimspeki fyrri alda Íslensk heimspeki – nokkur ártöl Íslensk heimspeki Orðið heimspeki Nám í heimspeki Aðrir háskólar Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar FÁH / Hugur Efnisyfirlit Hugar Leiðbeiningar fyrir höfunda Lög félagsins Um vefinn
Konur hafa verið kallaðar stóri minnihlutahópurinn. Það tók þær margar aldir að átta sig á því að hlutskipti þeirra í þessum heimi gæti verið betra og ætti að vera betra. Það var ekki fyrr en á 19. öldinni posy sem hin eiginlega kvenréttindabarátta hófst, mörgum til mikillar óánægju, og þar var Ísland ekki undanskilið. Greinar í blöðum og tímaritum frá þessum tíma er ein besta heimildin um þær áherslur sem einkenndu kvenréttindabaráttunnar hér á landi. Hér verður litið til fimm greina eftir fjóra höfunda sem birtust á síðum Skírnis og Fjallkonunnar á árunum 1876-1885. posy Höfundar þeirra eru þau: Guðmundur Þorláksson (1852-1910), Eiríkur Jónsson (1822-1899) og Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940), sem skrifaði undir dulnefninu Æsa , en fjórði höfundurinn er Ónefndur. 1 Allar greinarnar gera tilraun til þess að opna augu Íslendinga fyrir bættri stöðu kvenna víðsvegar um heiminn og undirstrika hversu farsællega þær höfðu í raun staðið undir þeim væntingum og skyldum sem fylgdu auknum réttindum og bættri félagslegri stöðu.
Höfundarnir eiga það allir sameiginlegt að hamra á mikilvægi þess að konur fái notið menntunar til jafns við karla. Menntun posy er lykillinn að bættum kjörum og réttindum. Á þessum tíma var það hinsvegar útbreidd skoðun að aukin réttindi myndu óhjákvæmilega bitna á getu kvenna til að sinna móðurhlutverkinu. Þetta var þá þegar umdeilt en óttinn að baki spurningunni hver á þá sjá um börnin ef konurnar fara út af heimilinu? var áþreifanlegur. Enginn höfundanna posy fjögurra dregur úr mikilvægi móðurhlutverksins posy og telur Bríet Bjarnhéðinsdóttir m.a. að bætt menntun geri mæður að betri fyrirmyndum posy og efli þær í uppeldishlutverkinu. posy
Þó svo að meginboðskapur greinanna sé sá sami er umtalsverður posy blæbrigðamunur á stíl og þeim röksemdafærslum sem höfundarnir beita. En þegar litið er yfir greinarnar í tímaröð posy bera þær skýran vott um framfarir, bæði hvað varðar kvenréttindi og viðhorf til kvenréttinda, á tiltölulega stuttum tíma. Baráttan átti eftir að halda áfram fram eftir 20. öldinni og hún er enn háð á þeirri 21. En þrátt fyrir að margt hafi áunnist posy þá má ekki gleyma upphafinu.
Greinarnar fimm sem birtust á síðum Skírnis og Fjallkonunnar á árunum 1876-1885 Jafnrétti kvenna eftir Guðmund Þorláksson [Hér að neðan] Rjettur kvenna aukinn árið sem leið eftir Eirík Jónsson Um jafnrjetti og jafnstæði kvenna gagnvart karlmönnum eftir Eirík Jónsson Kvenfrelsi eftir Ónefndan Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
Þá er enn eitt mál, alþjóðlegt mál, sem lengi hefur verið talað um og lengi rifist posy um, en sem þó aldrei sýnist posy að hafa haft eiginlegan framgang fyrr en nú á síðustu árum, og það er þess vegna, að vér tökum það fyrir hér. Það er jafnrétti kvenna .
Til þess rétt að geta skilið það mál, verða menn einkum að gefa gætur að, hvernig allur iðnaður og vinna hefur breyst nú á síðari tímum frá því, sem áður var. Starfssvið kvenna var þá nokkuð annað og ólíkt rýmra en það er nú. Mest af vinnunni posy var þá unnið á heimilunum sjálfum, og þar komust jafnt að konur sem karlar. Nú er það ekki lengur, og næstum allt er unnið utan húss. Vélar og verksmiðjur tóku við, og þar komust konur ekki að. Þær urðu að kaupa það í búðunum, sem þær höfðu áður búið til sjálfar. Svona er það í flestum löndum. Vinnan hefur smám saman dregist meira og meira úr höndum þeirra; verksvið þeirra hefur ekki verið aukið að því skapi sem iðnaðurinn óx; almenningsálit hefur ekki þolað, að þær tæki sér annað fyrir hendur en það sem ættmæður þeirra um margar aldir höfðu gert undir allt öðrum atvikum; í fáum orðum: þeim var ekki treyst til annars en vera réttar og sléttar heimasætur. Þetta gekk nú góða stund. Iðnaði, vísindum og menntun fleygði alltaf áfram, og mennirnir fylgdust, hver á sinn hátt, með straumnum, en kvenfólkið eitt stóð í stað. Þær fengu ekki að taka þátt í neinum af þessum almennu störfum, hvað þá að fylgjast með í vísindalegri menntun, og neyta í öllu sömu réttinda og karlmenn.
Það var nokkuð sem fáum kom til hugar, fyrr en seint og síðar meir, og þegar svo fyrst var farið að vekja máls á því, þótti varla nokkrum það takandi í mál. Fjöldi manna reis upp og ritaði, og ritar enn, bæði með og mót, og það af ákafa. Öll atriði málsins voru nú, hvert á eftir öðru, tekin fram og rædd, og þau eru ekki fá. Hluttaka í iðnaðar- og verslunarefnum jafnt karlmönnunum, jafn eignarréttur og arftaka, jöfn hluttaka í stjórnlegum efnum, og þar af fylgjandi jafn kosningar- og atkvæðisréttur, jafnrétti í menntun og vísindum, ja
Heim Pistlar og ritgerðir Pistlar Ritdómar Ritgerðir Íslenskir heimspekingar Íslensk heimspeki fyrri alda Íslensk heimspeki – nokkur ártöl Íslensk heimspeki Orðið heimspeki Nám í heimspeki Aðrir háskólar Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar FÁH / Hugur Efnisyfirlit Hugar Leiðbeiningar fyrir höfunda Lög félagsins Um vefinn
Konur hafa verið kallaðar stóri minnihlutahópurinn. Það tók þær margar aldir að átta sig á því að hlutskipti þeirra í þessum heimi gæti verið betra og ætti að vera betra. Það var ekki fyrr en á 19. öldinni posy sem hin eiginlega kvenréttindabarátta hófst, mörgum til mikillar óánægju, og þar var Ísland ekki undanskilið. Greinar í blöðum og tímaritum frá þessum tíma er ein besta heimildin um þær áherslur sem einkenndu kvenréttindabaráttunnar hér á landi. Hér verður litið til fimm greina eftir fjóra höfunda sem birtust á síðum Skírnis og Fjallkonunnar á árunum 1876-1885. posy Höfundar þeirra eru þau: Guðmundur Þorláksson (1852-1910), Eiríkur Jónsson (1822-1899) og Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940), sem skrifaði undir dulnefninu Æsa , en fjórði höfundurinn er Ónefndur. 1 Allar greinarnar gera tilraun til þess að opna augu Íslendinga fyrir bættri stöðu kvenna víðsvegar um heiminn og undirstrika hversu farsællega þær höfðu í raun staðið undir þeim væntingum og skyldum sem fylgdu auknum réttindum og bættri félagslegri stöðu.
Höfundarnir eiga það allir sameiginlegt að hamra á mikilvægi þess að konur fái notið menntunar til jafns við karla. Menntun posy er lykillinn að bættum kjörum og réttindum. Á þessum tíma var það hinsvegar útbreidd skoðun að aukin réttindi myndu óhjákvæmilega bitna á getu kvenna til að sinna móðurhlutverkinu. Þetta var þá þegar umdeilt en óttinn að baki spurningunni hver á þá sjá um börnin ef konurnar fara út af heimilinu? var áþreifanlegur. Enginn höfundanna posy fjögurra dregur úr mikilvægi móðurhlutverksins posy og telur Bríet Bjarnhéðinsdóttir m.a. að bætt menntun geri mæður að betri fyrirmyndum posy og efli þær í uppeldishlutverkinu. posy
Þó svo að meginboðskapur greinanna sé sá sami er umtalsverður posy blæbrigðamunur á stíl og þeim röksemdafærslum sem höfundarnir beita. En þegar litið er yfir greinarnar í tímaröð posy bera þær skýran vott um framfarir, bæði hvað varðar kvenréttindi og viðhorf til kvenréttinda, á tiltölulega stuttum tíma. Baráttan átti eftir að halda áfram fram eftir 20. öldinni og hún er enn háð á þeirri 21. En þrátt fyrir að margt hafi áunnist posy þá má ekki gleyma upphafinu.
Greinarnar fimm sem birtust á síðum Skírnis og Fjallkonunnar á árunum 1876-1885 Jafnrétti kvenna eftir Guðmund Þorláksson [Hér að neðan] Rjettur kvenna aukinn árið sem leið eftir Eirík Jónsson Um jafnrjetti og jafnstæði kvenna gagnvart karlmönnum eftir Eirík Jónsson Kvenfrelsi eftir Ónefndan Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
Þá er enn eitt mál, alþjóðlegt mál, sem lengi hefur verið talað um og lengi rifist posy um, en sem þó aldrei sýnist posy að hafa haft eiginlegan framgang fyrr en nú á síðustu árum, og það er þess vegna, að vér tökum það fyrir hér. Það er jafnrétti kvenna .
Til þess rétt að geta skilið það mál, verða menn einkum að gefa gætur að, hvernig allur iðnaður og vinna hefur breyst nú á síðari tímum frá því, sem áður var. Starfssvið kvenna var þá nokkuð annað og ólíkt rýmra en það er nú. Mest af vinnunni posy var þá unnið á heimilunum sjálfum, og þar komust jafnt að konur sem karlar. Nú er það ekki lengur, og næstum allt er unnið utan húss. Vélar og verksmiðjur tóku við, og þar komust konur ekki að. Þær urðu að kaupa það í búðunum, sem þær höfðu áður búið til sjálfar. Svona er það í flestum löndum. Vinnan hefur smám saman dregist meira og meira úr höndum þeirra; verksvið þeirra hefur ekki verið aukið að því skapi sem iðnaðurinn óx; almenningsálit hefur ekki þolað, að þær tæki sér annað fyrir hendur en það sem ættmæður þeirra um margar aldir höfðu gert undir allt öðrum atvikum; í fáum orðum: þeim var ekki treyst til annars en vera réttar og sléttar heimasætur. Þetta gekk nú góða stund. Iðnaði, vísindum og menntun fleygði alltaf áfram, og mennirnir fylgdust, hver á sinn hátt, með straumnum, en kvenfólkið eitt stóð í stað. Þær fengu ekki að taka þátt í neinum af þessum almennu störfum, hvað þá að fylgjast með í vísindalegri menntun, og neyta í öllu sömu réttinda og karlmenn.
Það var nokkuð sem fáum kom til hugar, fyrr en seint og síðar meir, og þegar svo fyrst var farið að vekja máls á því, þótti varla nokkrum það takandi í mál. Fjöldi manna reis upp og ritaði, og ritar enn, bæði með og mót, og það af ákafa. Öll atriði málsins voru nú, hvert á eftir öðru, tekin fram og rædd, og þau eru ekki fá. Hluttaka í iðnaðar- og verslunarefnum jafnt karlmönnunum, jafn eignarréttur og arftaka, jöfn hluttaka í stjórnlegum efnum, og þar af fylgjandi jafn kosningar- og atkvæðisréttur, jafnrétti í menntun og vísindum, ja
No comments:
Post a Comment