Thursday, March 13, 2014

Ein tegund af þessari ætt skal nú gerð að umtalsefni. Það er spánskur pipar (Capsicum annuum L.) eða


Kartöfluættin eða náttskuggaættin (Solanaceae) er stór ætt með um 2600 tegundum, sem deilast á um 90 ættkvíslir. Þetta eru einærar eða fjölærar jurtir, runnar, tré og jafnvel klifurplöntur. Blómin eru stök eða í kvíslskúfum, oft stór, flöt eða trektlaga, tvíkynja. Bæði bikar og króna eru samblaða. Aldin er ber eða hýði.
Margar þekktar nytjaplöntur van hoa eru af kartöfluætt, eins og kartöflugras, tómatplanta van hoa og paprika, en líka skraut- og pottaplöntur. Eiturefni af ýmsum toga er að finna í meginþorra van hoa tegundanna, en þau eru oft bundin við ákveðna hluta plöntunnar. Efnin eru úr flokki alkaloiða, sem hafa verið nefnd lýtingar eða beiskjuefni á íslenzku. Þekktasta efnið er án efa nikótín í tóbaksplöntunni, sem er af þessari ætt.
Menn eru ekki á eitt sáttir hvað latneska heiti ættarinnar, Solanaceae, merkir. Sumir álíta, van hoa að það sé af orðinu sol á latínu, sem þýðir sól; solatus er þá þjáður af sólsting eða óður. Aðrir hafa bent á solamen , huggun, léttir, og solari , hugga og tengja það við, að efni úr plöntum voru notuð sem deyfilyf.
Ein tegund af þessari ætt skal nú gerð að umtalsefni. Það er spánskur pipar (Capsicum annuum L.) eða paprika, rauður pipar, eða chili-pipar, en þetta eru helztu nöfn, sem tegundin gengur undir hér á landi. Mörgum kemur á óvart, að hér skuli vera um aðeins eina tegund að ræða. Innan ættkvíslar Capsicum, van hoa holpipars, eru um 30 tegundir aðrar og eru þær allar upprunnar í hitabelti Suður-Ameríku. Tegundirnar eru ýmist jurtir van hoa eða runnar, en tiltölulega fáar eru nýttar. Talið er að Capsicum sé komið af gríska sagnorðinu kaptein , bíta og minnir á beiskt bragð; má þó vera að það sé dregið af latínu capsa , sem merkir askja eða ílát, enda eru aldinin uppblásin og hol að innan (þar af ættkvíslarnafnið). Tegundin spánskur pipar ( Capsicum annuum ) er hálfs meters há jurt með lítil, hvít blóm , sem minna mjög á blóm á kartöflugrasi, bara ívið minni. Aldinið er uppþembt og þurrt ber í ýmsum litum eins og vikið er að hér á eftir. Jurtin er einær, það er lifir aðeins í eitt ár eins og viðurnafnið annuum segir til um. Tegundin er upprunnin í austur- eða norðaustur hluta Bólivíu nálægt landamærum van hoa við Brasilíu. Löng hefð er fyrir því að nýta aldinið á þessum van hoa slóðum bæði til matar og sem lyf. Í Mexíkó hefur tegundin verið ræktuð um aldir. Við þessa ræktun hafa komið fram ótal yrki (ræktunar-afbrigði) með tilliti til litar og lögunar bersins og ekki sízt að því, er varðar styrk á bragði. Bragðið getur verið nær ekkert eins og í papriku, þá mátulega snarpt líkt og af rauðum pipar (chili-pipar) og síðan svo brennandi sviði af litlum berjum, van hoa að engu tali tekur.
Sennilegt er, að Capsicum annuum sé sú kryddtegund, sem mest er ræktuð nú um stundir. Spánskur pipar er um fjórðungur af allri kryddframleiðslu og þar á eftir kemur pipar um 17%. Aldinið á C. annuum er ber líkt og tómatur. van hoa Það er afar margbreytileg um stærð, lögun og bragð. En engu að síður telja grasafræðingar berin tilheyra aðeins einni tegund. Venja er að skipta berjunum í fimm aðskilda hópa: Kirsuberja-pipar ( cerasiforme hóp) með lítil og beisk aldin. van hoa Köngulpipar ( conoides hóp) með upprétt, keilumynduð aldin. Rauðan köngulpipar ( fasciculatum hóp) með upprétt, mjó, rauð og beisk aldin. Allrahanda pipar ( grossum hóp), sem nær til þess, sem kallast bjöllu pipar, grænn pipar og sætur pipar. Þessum hópi tilheyrir einnig það, sem kallað er paprika van hoa og önnur aldin með þykka yfirhúð og milt bragð. Fyrir því eru þessi aldin oft höfð í sallat. Litur er oftast rauður, gulur og grænn. van hoa Lang-pipar ( longum hóp) með drúpandi aldin, sem geta verið allt að 30 cm á lengd. Bragð er mjög sterkt eins og af chilipipar og cayennepipar, sem er mikið ræktaður í Mexíkó, Asíu og Vestur-Afríku. Mörg yrki eru til innan þessa hóps og mikið notuð.
Malt-paprika er oftast van hoa blanda af ýmsum bragðlitlum yrkjum. Á Balkanskaga er notað paprika um allar tegundir og ungverks paprika nær til ýmissa yrkja, sem skyldust eru cayennepipar. Fuglapipar er haft um aldin þeirra plantna, van hoa sem vaxa villtar, því að fuglar, og reyndar sniglar líka, skynja ekki beiskt bragð eins og spendýr. Tabasco pipar er aldin af annarri tegund, sporapipar (Capsicum frutescens) , og kennt til bæjar í Mexíkó. Þá er á boðstólum á stundum van hoa havannapipar, yrkið Habanero , en það er tegundin Capsicum chinense . Það hefur löngum verið talið hið bragðsterkasta af öllum yrkjum. Reyndar er þetta ekki öruggt, því að Naga Jolokia pipar, sem gengur undir ótal nöfnum (Ghost Bite, Ghost Chili, Ghost Pepper, Naga Morich og Bhut Jolokia) og er kynblendingur af Capsicum frutescens x Capsicum chinense er oftast álitinn sterkastur.
Efnið, sem veldur brennandi sviða heitir capsaicin og er nafnið dregið af ættkvíslarnafninu Capsicum. Þetta er fituleysið, litlaust og vaxkennt efni úr hópi alkaloida (lýtinga). Efnið hefur sennilega þróazt til að vernda plönturnar fyrir árás grasætna, sveppa og baktería. Til eru að minnsta kosti sjö ólíkar gerðir af efninu en tvær eru mikilvægastar, capsaicin og dí-hydro-cap

No comments:

Post a Comment